Úr Í vettlingi manns:
Sigurjón heitir maður en kallast Sjón.
Hann var í eiginútgáfu og seldi afurðir sínar niðrí bæ en þarf víst ekki lengur að standa í slíkum útréttinginum. Einhvern tíma hitti ég hann í Austurstræti, hann bauð mér ljóðakver.
- Ég var nú bara að athuga það um daginn hvað ég væri búinn að kaupa mikið af eiginútgáfubókum og komst að raun um að það mundu vera nokkur kíló. - Þig munar þá varla um að bæta á þig nokkrum grömmum, sagði strákur.
(bls. 28)