Um bókina
Katla Rán sinnir metnaðarlausu starfi á auglýsingastofu þegar gamall félagi hringir frá Berlín og býður henni vinnu. Fyrir dyrum stendur stærsta Íslandskynning allra tíma sem fjárfestingafyrirtækið Kaldakol stendur fyrir. Katla stekkur fegin frá kulnandi ástarsambandi til borgarinnar sem hún kallaði eitt sinn heimili sitt. Nokkrum dögum síðar gera jarðhræringar vart við sig og almannavarnir búa sig undir að rýma landið.