Myndskreytingar eftir höfund og Hrafnhildi Kristínu Sölvadóttur.
Úr bókinni:
Ástin var höfuðstraumur.
Fiskar í sinum.
Hreistur á hugsunum.
Allt nýtt og óskaplegt.
Fingur blautir af skyri.
Oft hvarf ég í fjallið.
Engir ungar á stjái.
Allt í jafnvægi.
Gaman var þessa daga.
Gæfan með okkur.
Undir lyktunum óskýjað almætti.
Fjarlægðarsporin efnd fögnuði.
Snerting gegnum steina.
Húð hennar ómælið í hugsævum.
(18)