Beint í efni

Leitin að Audrey Hepburn

Leitin að Audrey Hepburn
Höfundur
Bjarni Bjarnason
Útgefandi
Óskráð
Staður
Akranes
Ár
2009
Flokkur
Skáldsögur
Af bókarkápu:

Gullbrandur Högnason er ævinlega tilbúinn að fylgja fólki út í ótal hversdagsævintýri, fólki sem segir honum hvernig hann eigi að klæða sig, bera sig, koma fram við konur og sleppa hugsunum sínum lausum eins og kanínum. Í París, Róm, Reykjavík og á Eyrarbakka eltir hann óljósan draum en hefur ekkert til að halda sér í nema pennann og dagbókina sem gleypir umhverfið orðrétt.

Úr Leitinni að Audrey Hepburn:

8. október

Eftir nokkra rannsókn hef ég komist að því að munur er á Róm og Eyrarbakka.
Hér í Róm er of margt sem býr yfir margræðri merkingu til að nokkur maður geti skilið það allt. Borgin hrynur yfir hann reyni hann að skilja hana alla.
Ef farið er í skoðunarferð um Eyrarbakka og nágrenni er hins vegar svo fátt “athyglisvert” að sjá, að maður áttar sig á að skoðunarferðin sjálf er mikilvægari en það sem fyrir augu ber. Eigin þörf fyrir að skoða og skilja er það sem maður á endanum upplifir eftir slíka ferð.
Á Eyrarbakka er hægt, fyrst ekkert er fyrir framan nefið á manni sem hrifsar alla skilningsþörfina í vörslu sína, að beina skoðunar- og skilningsþörfinni inn á við. Svoleiðis má búa nær sjálfum sér á Eyrarbakka en í Róm og ef maður býr nálægt sjálfum sér býr maður um leið nær manninum almennt.
Þannig ræður fjölmennið ekki öllu um hve nálægt fólki maður er.
Í þögninni á Eyrarbakka gerist það líka eftir langa einveru að ótal hvíslandi raddir sem þegja í margmenni og upplýsingaflæði fjölmiðla, heyrast í huganum og virðast jafnvel hafa eitt og annað merkilegt að segja – af því það er ekkert stórkostlegt og ábúðarmikið í umhverfinu eins og í Róm sem minnir á að þær eru tæplega til.
Þegar komið er svona nálægt manninum almennt og kynlegar raddir hans heyrast þá virðist Eyrarbakki stundum vera líflegri staður en Róm.

(s. 47)

Fleira eftir sama höfund

Mannætukonan og maður hennar

Lesa meira

The Return of the Divine Mary

Lesa meira

Örninn

Lesa meira

Sólarlag við sjávarrönd

Lesa meira

Nakti vonbiðillinn

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Borgin bak við orðin

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Bernharður Núll

Lesa meira