Ævisaga Sr. Péturs Þórarinssonar og Ingibjargar Siglaugsdóttur. Friðrik Erlingsson skráði.
Af bókarkápu:
Mótlæti í lífinu fer misjafnlega með fólk. Sumir gefast upp - aðrir herðast við hverja raun. Í síðarnefnda hópnum eru hetjur hversdagslífsins.
Séra Pétur Þórarinsson og kona hans Ingibjörg Siglaugsdóttir hafa orðið fyrir ýmsum áföllum á liðnum árum. Hann hefur misst báða fætur vegna sykursýki, hún fengið brjóstakrabbamein. Hér segja þau frá lífi sínu og hvernig þeim hefur í sameiningu tekist að sigrast á erfiðleikunum.