Beint í efni

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Randi B. Noyes: Kunsten å lede seg selv. Þýtt úr norsku.

Úr Listin að lifa eigin lífi:

Um tilfinningagreind hefur verið fjallað með fræðilegum hætti. Árið 1990 birtu bandarísku sálfræðingarnir dr. John Mayer við Háskólann í New Hampshire og dr. Peter Salovey við Yale-háskóla tvær greinar þar sem þeir settu fram fyrstu fræðilegu skilgreininguna á tilfinningagreind. Samkvæmt Mayer og Salovey er tilfinningagreind sá hæfileiki manna að geta tengst tilfinningum. Hún er fyrst og fremst fólgin í því að kunna að bera kennsl á, skilja, bregðast við og stýra tilfinningum okkar með það fyrir augum að virkja hugsanir okkar betur og hafa með því áhrif á sjálf okkur og aðra.
   Listin að stjórna eigin lífi hjálpar þér til að komast í samband við tilfinningagreind þína og beita henni. Ráðleggingar mínar grundvallast á því að „skilja og tengjast tilfinningum - samfara því að fá kraft frá þeim“, eins og dr. John Mayer kemst að orði. Aðferðirnar í þessari bók munu ekki einungis hjálpa þér að skilja hvað tilfinningagreind er, heldur líka að færa þér í nyt þá möguleika sem hún býður upp á. Hvort sem þú vilt verða meira skapandi, ánægðari í starfi, bæta persónuleg sambönd þín eða öðlast meiri sálarró - þá mun bókin kenna þér að tengjast tilfinningagreind þinni og lifa lífinu í samræmi við þína innri rödd.

(úr formála höfundar, s. 14)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira

Mobý Dick eða Hvalurinn

Lesa meira