Beint í efni

Litla lirfan ljóta

Litla lirfan ljóta
Höfundur
Friðrik Erlingsson
Útgefandi
CAOZ
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Barnabækur

Úr Litlu lirfunni ljótu:

Einu sinni fyrir ekki svo löngu gerðist lítið ævintýri á agnarlitlu laufblaði á ósköp smáu tré. Tréð stóð reyndar í garði ásamt fleiri trjám, já og mörgum fallegum blómum og runnum. En þetta var lítill garður við lítið hús með blámáluðum gluggum og litlum hvítum trétröppum. Á þessu agnarlitla laufblaði var ofurlítil lirfa, en einmitt þennan dag var hún að opna augun í allra fyrsta sinn. Hún var ósköp smá og fíngerð. Líklega var hún það allra minnsta sem lifði í þessum garði. Þegar hún leit í kringum sig sá hún litla húsið og hún sá rósarunnana og gulu túlípanana og fjólubláu stjúpurnar. Hún sá birkitrén og reynitrén og rifsberjarunnana. Og fyrir ofan sig sá hún heiðbláan himininn og glóandi hvíta sól. Hér er allt svo fallegt, hugsaði hún. Þetta hlýtur að vera fallegasti garður í heimi. Þegar litla lirfan hafði litið rækilega í kringum sig fann hún að hún var orðin óskaplega svöng. Hún þefaði útí loftið og fann allskonar ilm af tjám og blómum. En það var eitt sem ilmaði best af öllu. Það var laufblaðið.

Það var yndislegt á bragðið.

En hvað lífið er dásamlegt, hugsaði litla lirfan og og tuggði og tuggði.
Allir sem borða matinn sinn reglulega stækka fljótt og vaxa hratt.
(2)

Saga var einnig gefin út í pdf-formi, án myndskreytinga, á vefsíðunni lirfan.is.

Fleira eftir sama höfund

Benjamín dúfa

Lesa meira

Bróðir Lúsifer

Lesa meira

Litla lirfan ljóta

Lesa meira

Vetrareldur

Lesa meira

Vetrareldur

Lesa meira

Afi minn í sveitinni

Lesa meira

Benjamin due

Lesa meira

Benjamín dúfa

Lesa meira

Benjamín dúfa

Lesa meira