Beint í efni

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð
Höfundur
Anton Helgi Jónsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

Ég bið ekki um þakklæti
en vissulega fyllist ég stolti
yfir framlagi mínu til samfélagsins
ég finn til skyldleika með alþýðunni
hef ekkert á móti því að mínar hægðir
blandi geði við vandalausa í holræsum borgarinnar.

Öll erum við Íslendingar.

Við erum eina þjóðin í heiminum sem les Njálu á frummálinu
segir forsetinn.

Sagði forsetinn.
Fyrrverandi.

Við erum eina þjóðin í heiminum
segir forsetinn.

Við erum stolt þjóð.
Við erum dugmikil þjóð.
Við erum menntuð þjóð og stefnum alltaf hærra.
Við þurfum ekki að skeina gamalmenni eins og Taílendingar.
Við þurfum ekki að verka fisk eins og einhverjir Pólverjar.
Við látum ekki kúga okkur.
Við Íslendingar.

(30)

Fleira eftir sama höfund

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn, endurskoðuð og aukin útgáfa

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn

Lesa meira

Ljóðaþýðingar úr belgísku

Lesa meira

Ljóð nætur

Lesa meira

Dropi úr síðustu skúr

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Vinur vors og blóma

Lesa meira

Hótel Hekla. Leikrit með ljóðum

Lesa meira