Beint í efni

Lóaboratoríum

Lóaboratoríum
Höfundur
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Útgefandi
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Leikrit byggð á verkum höfundar

Um verkið

Lóaboratoríum er samstarfsverkefni Sokkabandsins og Borgarleikhússins. Fjórar mis-starfhæfar konur í tveimur íbúðum þurfa að þola hverja aðra í ótilgreindan tíma. Tvær þeirra eru systur en hinar mæðgur. Íbúðirnar eru í hverfi í Reykjavík. Í þessu nýja verki eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur verður leitast við að afbyggja staðalímynd kvenna á grátbroslegan og hjartnæman hátt.

Leikverkið er byggt á teiknimyndasögum höfundar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 26. janúar 2018.

Úr verkinu

BRYNJA er með gúmmíhanskana hún er að reyna að taka til inni hjá INGU. BRYNJA heldur á blaðabunka. Hún gengur inn í bakherbergi og af hljóðunum að dæma er hún mikið að bauka. Í hvert sinn sem hún reynir að færa hlut eða laga eitthvað, heyrist í drasli hrynja á gólfið. INGA liggur frammi undir hrúgunni sinni á gólfinu. BRYNJA kemur fram með ruslapoka.
BRYNJA Inga mín. Ertu að fela þig fyrir góðærinu?
Reynir að opna skáp, drasl hrynur út. Nei! Ok nú er komið nóg.
Skoðar krukku með drasli. Hvað geymirðu í þessum krukkum?
INGA Ekki henda þessu.
BRYNJA hunsar INGU, opnar ruslaskápinn og býr sig undir að henda krukkunum og efsta ruslið úr tunnunni dettur á gólfið út úr skápnum.
BRYNJA Það þýðir ekki að tylla ruslinu endalaust!
INGA Það er nokkuð augljóst hvor okkar er bjartsýna geðgóða manneskjan.
BRYNJA Pabbi hefði bilast ef hann hefði séð ástandið á íbúðinni.
INGA Er þá ekki eins gott að hann sé dauður?
BRYNJA Íbúðin eyðileggst ef þú gerir ekkert nema sóða út. Við hefðum átt að selja hana um leið og mamma dó.
INGA Brynja, þú fórst bara. Ég þurfti að ganga frá öllu, ég ræð alveg hvernig allt er hérna.
BRYNJA Ég fór ekkert bara! Þú vildir ekki fá neina hjálp og ætlaðir að hirða allt og ekki henda einu einasta pappírssnifsi. Ég gat ekki eytt fleiri dögum í þetta.
INGA Þú ert bara reið af því þú fékkst ekki að stjórna því hvernig þetta væri gert.
BRYNJA Nei!
INGA Jú!
BRYNJA Nei!
INGA Jú sinnum milljón.
BRYNJA Nei sinnum miljarður punktur, bannað að stroka út.
INGA Tippex, jú sinnum miljarður sinnum endalaust punktur tippexið búið.
Þögn
BRYNJA Allavega... þá ákváðum við Tryggvi á sínum tíma að þú fengir að vera hérna af því að þú værir... af því að þannig stæði á hjá þér. Það er ekkert búið að skipta upp þessari íbúð. Ég á jafn mikið í henni og þú. Við vildum bara leyfa þér að vera hérna á meðan þú værir að ná þér.
INGA Kaldhæðnislega. Vá takk! Hvar er svo hann Tryggvi þinn núna?
BRYNJA Við ákváðum að það væri best að skilja.
INGA Þið eruð svo góð í að taka ákvarðanir þið Tryggvi. Ákváðuð þið að þú ættir að koma og búa með mér?
BRYNJA Nei! Ég ákvað það.
INGA Gefur frá sér niðurbældan hlátur út um nefið. Ég vissi fyrir löngu í hvað stefndi. Ég sá það bara á honum að þið væruð að fara að skilja. Bara hvernig hann greiddi sér og á peysunum hans.
BRYNJA Hvað meinarðu? Hvaða peysur? Þú hittir hann aldrei.
INGA Ég sá hann á netinu.
 

Fleira eftir sama höfund

héragerði

Héragerði

Héragerði er sjálfstætt framhald Grísafjarðar sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var valin besta barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.. . Bókinni fylgja alls konar aukahlutir! Kíktu í vasann aftast til að svala forvitninni!. .  
Lesa meira

Hulli 1

Lesa meira

Hulli 2

Lesa meira

Áramótaskaup 2019

Lesa meira
mamma kaka

Mamma kaka

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!. .  
Lesa meira
dæs

Dæs

Árið 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því sem er óþolandi og óbærilegt. Og ekki síst að okkur sjálfum.
Lesa meira

Grísafjörður

Grísafjörður er fyrsta barnabók Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur sem einnig myndlýsir söguna.
Lesa meira

Why are we still here?

   
Lesa meira

Lóaboratoríum

Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna stofunnar eru mannleg eymd, óþægileg fjölskyldumynstur, líkamshár, ofneysla af ýmsu tagi og margt margt fleira. 
Lesa meira