Beint í efni

Lokaæfing: leikrit í sex atriðum

Lokaæfing: leikrit í sex atriðum
Höfundur
Svava Jakobsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Leikrit

Úr Lokaæfingu:

2. atriði

(Fyrsti dagurinn í byrginu. Ari og Beta sitja yfir borðum. Á borðinu er hvítur dúkur. Auk borðbúnaðar eru á borðinu lukt eða annað rafhlöðuknúið ljós til skrauts og rauðvínsflaska. Ari og Beta eru sparbúin. Beta er í stuttum svörtum eða svarthvítum kvöldkjól. Ari í dökkum jakkafötum og hvítri skyrtu.)

ARI: Þetta var fín máltíð. Jafnvel í kjarnorkubyrgi verður allt svo glæsilegt hjá þér.
BETA: Með pappadiskum og plasthnífapörum?
ARI: Glösin eru ekta. Skál! Af hverju notum við ekki plastglösin?
BETA: Rauðvín í plastglösum? Æ, ég gat bara ekki hugsað mér það. Auk þess er sunnudagur.
ARI: En vatnsbirgðirnar? Við verðum að spara uppvaskið.
BETA: Vatnið sem við hefðum drukkið ef við værum ekki að drekka rauðvín, notum við til að þvo glösin. Klárt, finnst þér ekki? Við gætum þess vegna drukkið rauðvín á hverjum degi.
ARI: Gerum það!
BETA: Ónei, karlinn minn! Við höfum ekki nóg rauðvín.
ARI: Satt segirðu! Þú ert orðin hættulega lógísk.
BETA: Og svo þætti mér ekkert sniðugt að eyða tímanum hér í uppþvott og svoleiðis stúss. Erum við ekki í fríi?
ARI: Jú, ástin mín. Við erum í fríi.

(23)

Fleira eftir sama höfund

The Lodger and Other Stories

Lesa meira

Gunnlöð og hinn dýri mjöður

Lesa meira

Úr þeli þráð að spinna: Ritdómur

Lesa meira

Eldhús eftir máli

Lesa meira

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Stórbók: Tólf konur ; Veisla undir grjótvegg ; Leigjandinn ; Gefið hvort öðru ; Gunnlaðar saga ; Undir eldfjalli

Lesa meira

Historien om Gunlød

Lesa meira

Veisla undir grjótvegg

Lesa meira