Úr Lokaðu augunum og hugsaðu um mig:
Afskiptir hnífar
Hnífarnir í eldhúsum einhleypra kvenna sem nota mikið heim- sendingarþjónustu með mat, þurfa sárlega á brýni að halda. Hnífarnir í hnífastatífinu gagnast ekki brauðskorpunni eða stoltum tómötunum eða þolinmóðum lauk konunnar sem óvart kemur með óunninn mat inní eldhús til konu sem hættir að laga mat þegar ástmenn hennar hverfa.
Ómögulegir hnífarnir, kolómögulegu hnífarnir þeirra, afskiptir og rykugir, í uppáþrengjandi eldhúsum sem aðeins fara í samband ef sá er nálægt sem skilað getur próteinunum aftur inní kvið eldhús-
eigandans.
Samt skarta garðarnir sínu fegursta. Sítrónurnar á trjánum bíða eftir höndunum sem munu kreista þær yfir aspasinn gamla. Og rifsið dreifir sér um allt einsog ölvuð ljósker þó það minni mig helst á kossana sem við endurtókum ekki.
Og samt er það líka stórkostlegt að sneiða grænmeti oní maga ástarinnar sinnar með beittum hníf sneiða og sneiða grænmeti og aftur grænmeti með beittum hníf oní maga ástarinnar sinnar sneiða og sneiða grænmetið niður með beittum hníf. Oní maga ástarinnar sinnar.
(s. 47)