Beint í efni

Sjáðu fegurð þína

Sjáðu fegurð þína
Höfundur
Kristín Ómarsdóttir
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2008
Flokkur
Ljóð


Af bókarkápu:

VIÐVÖRUN: Í ÞESSUM LJÓÐUM ER FJALLAÐ UM FEGURÐINA!

Ef þú, lesandi góður, hyggst engu að síður opna bókina, þá bíður þín stórundarlegt ferðalag með skáldinu og leiðsögumanni þess. Þú ættir jafnvel að klæða þig vel, fara í úlpu eins og hinir túristarnir, því leiðin liggur um býsna naprar slóðir: Þið eigið meðal annars eftir að ferðast yfir nafnlaust ríki heimilisföður að nóttu til, gefa brjóst hjá líkkistu, taka þátt í mannráni eina hrollkalda vetrarnótt í Reykjavík, líta inn á fegurðarsamkeppni (sem gerist ekki öllu naktari) og eyða tunglskinsnótt við minnisvarða þar sem fótur ljóðskálds liggur grafinn ...

Úr Sjáðu fegurð þína:

Fiðrildi á striga

Á rauðu laki hvíli ég undir sæng sem bleik blóm og græn blöð
skreyta. Appelsínugul peysa á sófanum við hlið blárrar skyrtu.
Staðgenglar, sofandi skuggar.

Grasgrænir sokkar liggja á gólfinu. Par afskorinna fóta sem
drukku í sig lit vallarins og sofnuðu.

En nefnast ekki blómin í fjólubláa vasanum á borðinu túlípanar?

Skórnir eru farnir. Hvert fóru þeir? Eltu tindátana sem gengu
framhjá seint í gærkvöldi ölvaðir af kossum og víni?

Á meðan stjörnurnar skáru út gegnsæ mynstur í rúðurnar.
Skáru út gegnsæ mynstur í lófa minn með glerskurðarhnífi.

Og tunglið skyggði augnlokin silfri.
Myrkrið hellti sér innum gluggann.

Dagurinn þurrkar burt farðann.
Rauður púði ofan á gulum sófa.

Legg silfurhært höfuð ofan á púðann. Afskorið.
Hjá appelsínugulri peysu, blárri skyrtu.

Fleira eftir sama höfund

Draumar á hvolfi

Lesa meira

Hamingjan hjálpi mér I og II

Lesa meira

Gud hjälpe mig I och II

Lesa meira

Dyrnar þröngu

Lesa meira

Vi kommer att svara i Eran telefon - Við munum svara í síma yðar

Lesa meira

Einu sinni sögur

Lesa meira

Elskan mín ég dey

Lesa meira

Lokaðu augunum og hugsaðu um mig

Lesa meira

Ástarsaga 3 : lovestory #3

Lesa meira