Beint í efni

Manndómur

Manndómur
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Reykjavík sumarið 1940. Það er ys og þys í bænum. Skyndilega er Ísland komið í hringiðu styrjaldarátaka. Breskir hermenn þramma um götur með byssuhólka um öxl. Tjald borgir rísa. Sandpokavígi eru hlaðin. Hvenær sem er má búast við að hljóðmerkjalúðurinn boði loftvarna æfingu - eða loftárás Þjóðverja.

úr bókinni

Ég var ástfanginn.
 Við Dagný vorum búin að fara nokkrum sinnum í bíó síðan ég kom til hennar í kjallaraherbergið vestur á Melum á Jónsmessunni. Ég hafði labbað með henni heim nokkrum sinnum og í hvert skipti vonast eftir að hún byði mér inn til sín aftur. Það hafði samt aldrei orðið. Það stóð aldrei vel á.
 Hún var búin að fá vinnu á Blue Heaven. Flakaði og sá um þrif. Vann til klukkan átta á kvöldin. Einstaka sinnum lengur þegar mikið var að gera. Ég kom oftast til hennar um áttaleytið. Þegar hún átti frí ákváðum við stefnumótin fyrirfram. Hún hafði að vísu aðgang að síma hjá fólkinu á hæðinni fyrir ofan, það var millisamband niðri, en það var ekki sími heima hjá mér.
 Við vorum að spásséra niðri í Tjarnargötu eitt kvöldið, höfðum verið að hlusta á hljómsveit breska hersins spila á Arnarhóli. Það var allt svo gott og fagurt í kringum okkur að ég gat ekki stillt mig um að segja henni það sem ég var að hugsa.
 - Ég er alveg bálskotinn í þér, Dagný!
 Viðbrögðin voru reyndar ekki alveg eins og ég hafði vonast eftir. Hún fékk hláturkast. Sagði bara eitt orð þegar hún náði sér.
 - Greyið!

Þetta var svo sem alveg eftir henni. Hún hló að öllu, sama hvað var. Meira að segja eldheitar ástarjátningar voru sprenghlægilegar. Kannski sagði ég þetta kjánalega. Kannski var ekki nóg að vesturhimininn væri logandi. Það var ekki um annað að ræða en að slá þessu upp í grín úr því að hún tók þessu svona svo að ég hló líka. Hugsaði með mér að hún vissi þá að minnsta kosti hvar hún hefði mig, ég var búinn að játa henni ást mína.
 Við komum að kirkjugarðinum og þá færðist friður og alvara yfir hana. Hún hallaði sér að mér og sagði dálítið sem var það fallegasta sem nokkur manneskja hafði nokkurn tíma sagt við mig:
 - Þú ert besti strákur sem ég hef nokkurn tíma kynnst!

(s. 96-7)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira