Beint í efni

N er aðeins bókstafur

N er aðeins bókstafur
Höfundur
Geirlaugur Magnússon
Útgefandi
Lafleur
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Ljóð

Úr N er aðeins bókstafur:

kvöldgestur

situr ekki fugl í sófanum
þegar ég kem heim
undir myrkur

sem gerir ekkert til
því sófinn er gamall og slitinn
og langt síðan

kötturinn hvarf
þó er mér ekki rótt
með þennan fugl í sófanum

venjuleg grannahnýsni
er hann að færa mér boð
en því miður er þetta

ekki
páfagaukur
eða sem betur fer

af eftirhermum hef ég
fengið nóg
og öðru óheillagargi

en þessi fugl
lætur ekkert uppi
og bíður rór

eftir kaffinu
sem
ég drekk oftast einn

Fleira eftir sama höfund

Undir öxinni

Lesa meira

Afl þeirra hluta

Lesa meira

Gunnar og Kjartan : ritdómur

Lesa meira

Fátt af einum

Lesa meira

Hreytur

Lesa meira

Án tilefnis

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Áleiðis áveðurs

Lesa meira

Annaðhvort - eða

Lesa meira