Úr Undir öxinni:
Síðdegisblöðunum
Allt kyrrt
í undirheimum álfheimum goðheimum
kraumar þó á ketilsstöðunum
síðdegisblöðunum
þokkadísunum mataruppskriftunum
íþróttahasshetjum kjaftæðisköppum
mínum háborgarlegu draumum
endursömdum úr tígulgosanum
spaðaásnum eros séð og lifað
að ógleymdum síðdegisblöðunum
einginn á ferli í
undirheimum álfheimum goðheimum
kraumar þó á ketilsstöðunum