Um bókina
Orðskýringar er fyrsta ljóðabók Hildar Knútsdóttur og sú 33. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.
Úr bókinni
Stundakennari við Háskóla Íslands snýtir sér og sækir síðan
himinháan stafla af ritgerðum á þjónustuborðið
og reynir að gleyma nóttinni þegar hann reiknaði út
að með þessu áframhaldi tekur það hann nákvæmlega 97 ár
að borga námslánin.
(s.12)