Beint í efni

Ótti

Ótti
Höfundur
Birgitta Jónsdóttir
Útgefandi
Beyond Borders
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Bók í smákverasafni Birgittu, númer 4. Með myndum eftir höfund.

Úr Ótta:

Skjaldbökuhúsið

Hún liggur ein í húsinu
innan um það sem hann skildi eftir.

Það er fuglshamur við rúmgaflinn
hann er götóttur og fiðurlaus.
Yfir höfði hennar sveimar fuglinn
sem hafði í öll þessi ár
hvíslað að henni meðan hún svaf
að hann væri skjaldbaka
og þegar hann færi
þá myndi hann flýja
skjaldbökuhúsið.
Skilja hana eftir inni í skel sinni.

Hún liggur ein í skjaldbökuhúsinu
heyrir ráma rödd hans
anda frá veggjunum.
Rúmfötin anga römmum ilmi.

Veit ekki hvort hún saknar hans.
Hann flúði úr skelinni
flúði augun hennar
og oddhvassa hlýjuna.
Skaut sér varnarlaus
inn í djúpa holu bölsýninnar.

Hún liggur enn sem lömuð
í skyndilegum
einmanaleika minninganna.

Fuglinn flýgur í hringi
og lemur vængjunum á
hrímaðan gluggann.

Hvíslar í sífellu,
heimurinn er fallegastur
þegar þú sérð ekki smáatriðin.

Fleira eftir sama höfund

Conversations with Ghosts

Lesa meira

Love is Love

Lesa meira

The World

Lesa meira

Reykjavík

Lesa meira

Goð og gyðjur

Lesa meira

The Book of Hope

Lesa meira

The World Healing Book

Lesa meira