Beint í efni

Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar

Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar
Höfundar
Margrét Tryggvadóttir,
 Linda Ólafsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Barnabækur

Linda Ólafsdóttir myndlýsir.

Um bókina

Í Reykjavík barnanna er stiklað á stóru um sögu höfuðborgarinnar okkar, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Í máli og myndum er sagt frá mannlífi og menningu, blokkum og bröggum, gatnakerfi og götulýsingu, skautasvellum og skolpræsum, útsýni og útivist, og öllu mögulegu öðru sem finna má í Reykjavík.

Úr bókinni

Sveitalegt þorp

Á meðan Reykjavík var ennþá smábær héldu margir húsdýr. Fáir voru eiginlegir bændur en margir áttu hænur og endur, mjólkurkú og kannski nokkrar kindur eða svín. Svo átti fólk hunda og ketti sem gengu lausir um göturnar. Hestar voru ennþá aðalsamgöngutækið og því margir í bænum. Þeir sem gátu voru líka með sína eigin matjurtagarða og ræktuðu þar kartöflur, rabarbara, rófur, næpur og grænkál.

Eftir því sem fólki fjölgaði gekk sambúðin með dýrunum verr. Gagg í hænum og hanagal eldsnemma á morgnana var ekki vinsælt, hestar og kýr gerðu reglulega usla og svín gátu verið skaðræðisgripir. Svín sem átti heima hjá lyfsalanum í Kirkjustræti árið 1858 rústaði ekki bara kálgarði heldur réðst á vinnukonu og skemmdi sjalið hennar.

(bls. 56)

Fleira eftir sama höfund

Íslandsbók barnanna

Lesa meira

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir

Lesa meira

Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu, fullorðnu fólki. Það kýs hún þó miklu heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldu og vina
Lesa meira
Leitin að Lúru

Leitin að Lúru

Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd
Lesa meira

Drekinn sem varð bálreiður

Lesa meira

Útistöður

Lesa meira

Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar

Lesa meira

Skoðum myndlist: heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Lesa meira
stolt kápa

Stolt

Blær ræður sig í sumarvinnu á lítið hótel úti á landi. Hún heillast fljótt af Felix, sem er einnig að vinna á staðnum, en finnur aldrei rétta tækifærið til að segja að hún sé trans. Fljótlega renna á hana tvær grímur og hún veit ekki hverjum hún getur treyst. Er eitthvað að marka orðróm um að hún þurfi að vara sig á Felix? Og hver er þessi glæsilega en mislynda Bella, samstarfskona hennar? Fljótlega kemst hún að því að óupplýst mannshvarf tengist Felix og húsinu sem hún býr í en áhugaleysi ættingja vekur furðu hennar.
Lesa meira