Beint í efni

Margrét Tryggvadóttir

Æviágrip

Margrét Tryggvadóttir fæddist í Kópavogi 20. maí 1972. Hún er rithöfundur og myndritstjóri, auk þess að starfa við almenna textagerð og þýðingar sem sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði barnabókmennta og barnamenningar. Margrét lauk B.A. próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og M.A. gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2016. Hún sat á Alþingi 2009-2013 sem þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hún hefur setið í stjórn Rithöfundasambandsins síðan 2017 og hefur gegnt öðrum félagsstörfum á sviði menningar.

Fyrsta bók Margrétar var Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, með myndum eftir Halldór Baldursson, sem kom út 2006. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin.

Fyrsta bók Margrétar fyrir ungmenni var Sterk (2021), en fyrir hana hlaut hún ýmsar viðurkenningar, meðal annars Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Margrét hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir aðrar bækur sínar, eins og Íslandsbók barnanna (2016) og Reykjavík barnanna (2021), og Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir (2020).