Beint í efni

Rosalingarnir

Rosalingarnir
Höfundur
Kristjana Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Hei þú!
Hefurðu heyrt um herra Halla?
Hvernig hann gufaði bara upp einn daginn og enginn vissi hvað um hann varð?
Nei, ekki það?
Nú, þá skaltu glenna upp augun og lesbruna áfram því að þetta er sko saga til næsta bæjar.

Sólberg7 dagdreymir um að vera rappari og gleymir að hlusta á það sem kennarinn segir, Melkorka Marsibil vill helst vera bæði syngjandi og dansandi og Artúr sér heiminn í myndum þegar bókstafirnir fara á flug. Ekkert af þessu er vinsælt í skólanum og einn morguninn eru öll þrjú send beinustu leið niður í hjálparhellinn. Þar er kominn nýr kennari – herra Halli. Hann er ólíkur öllum kennurum sem krakkarnir hafa hitt. Verst að hann hverfur skömmu síðar eins og hann hafi hreinlega gufað upp!

Rosalingarnir eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur er prýdd fjölmörgum myndum eftir Halldór Baldursson.

Úr Rosalingunum

Næstu vikur voru ævintýri líkastar. Krakkarnir voru sendir í Hjálparhellinn til herra Halla í þrjár kennslustundir á hverjum degi.
  Sólberg7 átti að læra að stjórna skapi sínu og að einbeita sér. Melkorka Marsibil átti að læra að sitja kyrr, hætta blaðri og vera til friðs og Artúr átti að læra að læra.
  Krökkunum leist ekki á blikuna í fyrstu. Nýi sérkennarinn var satt að segja ákaflega sérstakur kennari sem fór sínar eigin leiðir. En áhyggjur voru óþarfar. Tímarnir með honum urðu smátt og smátt að skemmtilegustu stundum dagsins í huga krakkanna.
  Herra Halli var nefnilega frábær hækja.

Skoðum nokkur dæmi:

1.
Hann dansaði skottís og nútímadans með Melkorku Marsibil og kenndi henni að steppa. Í sameiningu sömdu þau dramatískan dans við þjóðsönginn og túlkuðu hvert orð af innlifun. Herra Halli sannfærði Geirharð kennara um að leyfa þeim að sýna dansinn í tónlistartíma.

Atriðið vakti mikla lukku meðal krakkanna í bekknum. Geirharður var ekki alveg jafn heillaður og sagði nokkur vel valin orð við herra Halla áður en hann rak þau út úr stofunni. Herra Halli útskýrði fyrir Melkorku Marsibili að ekki væru allir jafn læsir á danslistina. Svo gaf hann henni A+++++ í einkunn fyrir áhuga, frumkvæði og góða þekkingu á þjóðsöngnum.

(37-39)

 

Bókin á Borgarbókasafninu

 

Fleira eftir sama höfund

Freyja og Fróði í klippingu

Lesa meira

Freyja og Fróði geta ekki sofnað

Lesa meira

Freyja og Fróði eru lasin

Lesa meira

Freyja og Fróði fara í búðir

Lesa meira

Freyja og Fróði eignast gæludýr

Lesa meira

Freyja og Fróði rífast og sættast

Lesa meira

Freyja og Fróði í sundi

Lesa meira

Freyja og Fróði hjá tannlækni

Lesa meira

Fjóli Fífils: Skuggaúrið

Lesa meira