Beint í efni

Sjóveikur í München

Sjóveikur í München
Höfundur
Hallgrímur Helgason
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina:

Hér gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðurlands og móðurhúsa. Eftir þá róttæku ákvörðun að helga sig myndlist tekur hann enn róttækari ákvörðun um að hætta í Myndlista- og handíðaskólanum og skráir sig haustið 1981 til náms í Listaakademíunni í München – af öllum borgum. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar. Hann tekst á við hræringar í eigin huga, lýsir þeirri ólgu sem gerjast innra með honum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, um leið og hann reynir að botna í sjálfum sér.

Úr bókinni:

Hann tyllti sér á krána, undir áletrun sem fullyrti að hér hefði runnið bjór úr krana frá árinu 1772, frá því fyrir móðuharðindi. hann svimaði við tilhugsunina … Þvílík samfélagsró, þvílík staðfesta, þvílíkt úthald.

Þessar tvær löngu aldir höfðu spilað staðinn af allri tilgerð. Viðargul innréttingin minnti helst á skólastofu. Þótt borðin væru fyrir sex voru bekkirnir harðir sem kennaraprik. Á krítartöflu stóðu orðadæmi dagsins, erfið og óskiljanleg. Dagblöð héngu priksett í horni eins og heimanám með smáu letri. Og einstaka nemendur sátu sveittir yfir verkefnum sínum. Hann teygði sig í Abendzeitung, lagði ekki í hið mikla Süddeutsche, og fletti upp á Immobilien-síðunni, „herbergi til leigu“. Það varð víst að fara að gera eitthvað í þessu. Hann hafði hummað þetta fram af sér í nokkra daga.

Þjónninn kom að borðinu, vinalegur en þreytulegur gleraugnamaður með svuntu. Hingað til höfðu íslensku húsráðin flóuð mjólk og kóka-kóla lítið gagnast gegn innanvelgjunni og hann afréð því að prófa bjórinn.

„München Hell.“

Einhver hafði sagt honum að þetta bæri að segja barþjónum og brátt stóð á borðinu hnausþykk glerkrús með handfangi, full af gylltum vökva með hvítan froðuhatt. Hann fékk sér sopa við mótmæli bragðlauka en fögnuð gena og lagði krúsina frá sér á glasamottuna sem svolgraði í sig utanádropana. Ekki kom þó annað til greina en að klára úr krúsinni. Annað væri flottræfilsháttur. Hann var enginn heildsalasonur.

(28-9)

Fleira eftir sama höfund

Vom zweifelhaften Vergnügen, tot zu sein

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira

Three movies away from New York : Reykjavík, isolated yet international

Lesa meira

Málverk en þó ekki. Viðtal við Gerwald Rockenscaub.

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Islands forfatter

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Rokland

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira