Beint í efni

Spegilsjónir

Spegilsjónir
Höfundur
Guðrún Hannesdóttir
Útgefandi
Partus
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Spegilsjónir er áttunda ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur.

Úr bókinni

djúphygli

skýjafar var hagstætt
silfurskær maríutása sem vel mátti stikla eftir
en milli skýjanna blasti við svo hyldjúpur blámi
að ég sá mér þann kost vænstan að halla mér útaf

þannig gat ég horft upp í sjávarhvolfið
séð fiskana skjótast og smáverur stíga sinn dans
séð marglit ígulker og skeljarnar umvafðar þangi
hverfast í ljóstæru djúpi sem dökknaði er ofar dró

ég segi þér gullsatt - þetta var óhemjufagurt
og gerðist á meðan ég svaf


er nokkur með rakvélarblað á sér ...?

sjáðu hér
sagði augnlæknirinn

þetta svarta 
hér neðst
eru skuggar

þetta svæði 
skynjar ekki lengur
það sem fyrir augað ber

(undarlegt hvað svona svæsin og svæðisbundin tíðindi
smjúga án ummerkja inn í vitundina)

koma dagar
koma ráð
hugsaði ég bara

og sá fyrir mér
skuggana
sleppa út aftur
um nákvæma 
grunna og hárfína
línu

 

Fleira eftir sama höfund

Sagan af skessunni sem leiddist

Lesa meira

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn

Lesa meira

Staðir

Lesa meira

Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Fléttur

Lesa meira

Risinn þjófótti og skyrfjallið

Lesa meira

Einhyrningurinn

Lesa meira