Beint í efni

Stangveiðar á Íslandi

Stangveiðar á Íslandi
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Sögur
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Fræðibækur

Ritun og ritstjórn: Sölvi Björn Sigurðsson.

Úr inngangi höfundar:

Við innganginn í fyrra bindinu er ekki miklu að bæta. Hér líkt og þar eru rifjaðar upp ýmsar sagnir veiðimanna og galdrafólks á árbökkum, þær elstu frá í fyrndinni og þær yngstu frá því í sumar. Á hliðarsíðunum eru ýmsar gamlar tilvitnanir þjóðsagnasafnara og landkönnuða sem skoðuðu fiskana og árnar áður en stangveiðimenn komu að þeim, eða um það leyti sem þeir stigu fyrst færi á bakkana, og stundum blandast þessar sagnir líka inn í meginmál bókarinnar. Hugmyndin er sú að lesendum gefist kostur á að kynna sér eitt og annað um vatnasvæðin sem minna er gert úr nú til dags, og fái jafnvel svolitla innsýn í umhverfi ánna og vatnanna áður en sportveiðimennska óx til virðingar. Þessar lýsingar eru víðast æsingaminni en frásagnir sportveiðimanna sem hér deila reynslu sinni úr ánum og vötnunum, en ég vænti þess þó að sumum geti þótt forvitnilegt að skoða hvað gömlu landgæðaritin segja um árnar okkar og vötnin.

(9)

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira