Vorið kemur
Eftir harðan veturinn geta Strumparnir loks sprangað áhyggjulausir um í sólinni. Engu að síður hefur Æðstastrumpi tekist að fá nokkra sjálfboðaliða til þess að gera vorhreingerningu í Strumpaþorpi.
Strumpasirkus
Í hverjum strumpi blundar boltasnillingur, loftfimleikamaður eða trúður, en hver ætli þori nú að leysa Strympu af hólmi eða horfast í augu við hnífakastarann? Þarf strumpur ekki að vera strumpa þolinmóðastur og brjálaðastur til að leggja í áhlaup gegn villisnigli?