Um bókina
Afhverju þessi sóun á pappír?
Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár;
Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða.
Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld.
Úr bókinni
Ástæðulaust (eða nafnlaust barljóð)
I
hann sagði:
um hvað var ég aftur að tala
og rýndi gegnum
þétta vímuna
eftir orðum
sem gætu haldið nafni hans á lofti
II
þetta voru bestu ár ævi minnar
enda man ég ekkert eftir þeim
(s.137)