Beint í efni

Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim

Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim
Höfundur
Jón Kalman Stefánsson
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Afhverju þessi sóun á pappír?

Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár;

Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða.

Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld.

Úr bókinni

Ástæðulaust (eða nafnlaust barljóð)

     I 

hann sagði:

um hvað var ég aftur að tala

og rýndi gegnum

þétta vímuna

eftir orðum 

sem gætu haldið nafni hans á lofti

     II

þetta voru bestu ár ævi minnar

enda man ég ekkert eftir þeim

(s.137)

 

Fleira eftir sama höfund

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju

Lesa meira

Das Knistern in den Sternen

Lesa meira

Birtan á fjöllunum

Lesa meira

Charles Bukowski

Lesa meira

Sommarljus och sen kommer natten

Lesa meira

Harmur englanna

Lesa meira

Smásögur í Wortlaut Island

Lesa meira

Himnaríki og helvíti

Lesa meira

Sumarljós og svo kemur nóttin

Lesa meira