Beint í efni

Tvífari gerir sig heimakominn

Tvífari gerir sig heimakominn
Höfundur
Anton Helgi Jónsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

Eftirþankar leiktjaldamálarans

Sextán ára þóttist ég skilja orðið helgidagur.
Það var eftir klukkutíma bið og heilabrot
í strætóskýli
á andfúlum rigningardegi.

Mín unglingsár voru einn langur helgidagur.
Það var aldrei hægt að komast neitt.
Ekkert hægt að gera.
Ekkert hægt að kaupa.
Allt var lokað og enginn vissi hvers vegna.

Ég náði því ekki að helgidagur væri hátíð.
Ég hafði enga þörf fyrir helgidag sem þýddi frí.

Seinna komst ég í vinnu og aðra merkingu.
Mér var ætlað að mála svartan vegg
hvítan. Stóð
í valtri tröppu
og hamaðist með rúllu.
Að baki mér galaði verkstjóri:
Það eru helgidagar hjá þér.

Ég hef víða þvælst um ævina og málað ýmsa fleti
en aldrei vitað hvaða svæði
vöktu helst athygli
á handverki mínu
þaum sem mér tókst að þekja
eða hin sem óviljandi urðu útundan.

Þetta er sagan um líf mitt og störf.

Ég veit ekki hvaða orð lýsa mér best
þau sem ég sagði og setti á blað
eða hin sem mér hugkvæmdist ekki að nota. 

(49-50)

 

Fleira eftir sama höfund

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Lesa meira

Ljóð af ættarmóti

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn, endurskoðuð og aukin útgáfa

Lesa meira

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Lesa meira

Hálfgerðir englar og allur fjandinn

Lesa meira

Ljóðaþýðingar úr belgísku

Lesa meira

Ljóð nætur

Lesa meira

Dropi úr síðustu skúr

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira