Beint í efni

Valeyrarvalsinn

Valeyrarvalsinn
Höfundur
Guðmundur Andri Thorsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

BÚFT

Séra Sæmundur vaknaði áðan við suðandi flugu í vitum sér. Stundum lenti hún á sænginni og spígsporaði þar í smástund en leiddist fljótlega þófið og fór aftur að fljúga, aftur að suða, fyrst við enni hans, svo við nasirnar, loks inn í eyrað. Hann umlaði og bandaði hendinni og hún fór smáhring um rúmið, lenti svo á handlegg hans og tók að skríða eftir honum. Hún var staðráðin í að vekja hann, lét eins og hún væri orðin lítil lóa að segja honum að vaka og vinna. En hún var bara lítil fluga. Úti í móa heyrði  hann í raunverulegri lóu. Hún sagði glaðlega bí eins og hún væri ekkert að hugsa um hann en ætti nóg með sitt.

(s. 83)

Fleira eftir sama höfund

Mín káta angist

Lesa meira

Ég vildi að ég kynni að dansa

Lesa meira

Íslandsförin

Lesa meira

Íslenski draumurinn

Lesa meira

Mín káta angist

Lesa meira

Náðarkraftur

Lesa meira

Veriveljet

Lesa meira

Nach Island

Lesa meira