Beint í efni

VeikindaDagur

VeikindaDagur
Höfundar
Bergrún Íris Sævarsdóttir,
 Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson (Simmi)
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Unglingabækur

Um bókina

Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

Veikindadagur er hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

Úr bókinni

Ég kraup við klósettið og ældi þar til ekkert var eftir í maganum. Bolurinn límdist við bakið á mér sem var orðið rennblautt af köldum svita. Kvefpestin var greinilega orðin að magakveisu og ég hafði ælt stanslaust í tuttugu mínútur. Loks leið mér eins og þetta gæti verið búið. Ég teygði mig eftir bréfi og þurrkaði mér um munninn. Lyktin af ælunni lá í loftinu og ég fann að ég varð að komast út héðan sem fyrst. Með herkjum tókst mér að standa á fætur en ég skalf enn og varð að styðja mig við hvítan veginn til að detta ekki í gólfið.
   "Dagur?" heyrði ég allt í einu kunnuglega rödd segja fyrir utan básinn.
   Ylfa? Hvað var hún að gera hér? Mig langaði ekki að láta hana sjá mig svona. Allan útataðan í ælu og svita.
   "Dagur ... er allt í lagi? Vantar þig hjálp?"
   Ég gat engu svarað heldur starði bara niður í klósettið sem var fullt af rauðbleikri ælu. Eftir að hafa sturtað nokkrum sinnum niður virtist klósettið loks ætla að tæma sig. Ég andaði léttar og teygði mig í setuna til að loka klósettinu. Þá tók ég eftir því að það hafði ekki allt sturtast niður. Í klósettvatninu flaut eitthvað hvítt og hnöttótt, eins og lítill bolti. Ég þrýsti aftur á takkann og horfði á boltann veltast um í klósettvatninu sem hringsólaði eins og hvirfilbylur. Rétt áður en boltinn sturtaðist niður snerist hann við ... og horfði á mig.

(s. 32-33)

veikindadagur dæmi

Fleira eftir sama höfund

Amma óþekka: Klandur á Klambratúni

Lesa meira

Amma óþekka og huldufólkið í Hamrinum

Lesa meira

Amma óþekka og tröllin í fjöllunum

Lesa meira

Bræðurnir breyta jólunum

Lesa meira

Viltu vera vinur minn?

Lesa meira

Varúð: hér býr norn

Lesa meira

Töfralandið

Lesa meira

Hauslausi húsvörðurinn

Lesa meira

Varúð: hér býr vampíra

Lesa meira