Beint í efni

Veraldarsaga (mín): aldarfarsbók

Veraldarsaga (mín): aldarfarsbók
Höfundur
Pétur Gunnarsson
Útgefandi
Tunglið
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Ævisögur og endurminningar


Um bókina:

Hér segir Pétur Gunnarsson frá dvöl sinni í Frakklandi en lýsir einnig vitundarvakningu ungs manns sem áður hafði lítinn mun gert á keppnisíþróttum og pólitík.

Bókin skiptist í fjóra kafla sem birtust aftur í breyttri mynd í Veraldarsögu minni – aldarfarsbók (JPV, 2014).

Úr Veraldarsögu (minni):

Á heimleið var sól byrjuð að hníga til viðar, himinninn heimsendarauður. Það voru síðsutu forvöð að stytta sér leið í gegnum garðinn sem lokaði við sólarfall til að fyrirbyggja myrkraverk. Í huganum hringsóluðu hrifin frá fyrirlestrinum: lýðræði, einræði, kommúnismi – viðfangsefni grískrar heimspeki fyrir 2500 árum. Og frjálsar ástir! Það sem viðtekin skoðun kenndi að væri ættað frá blómabörnum Kaliforníu hefði verið skeggrætt af Sókratesi og þeim í Grikklandi til forna. Ekki nóg með að Ríki Platóns gerði ráð fyrir að konur og menn lifðu saman holt og bolt – hvatt var til þess að eldri konur tækju sér yngri menn í kennslustund um leyndardóma kynlífsins! Hvað var að gerast?

Kannski sótti Grikkland enn frekar á vegna þess að Aix var í upphafi grísk borg, Grikkir höfðu á útþensluárum flætt yfir gervallt Miðjarðarsvæðið, uppgrafnar rústir vottuðu að þeir hefðu haft hér bækistöð 2500 árum fyrr. Heima í Reykjavík taldist hálf öld til tíðinda, öld jafngilti friðun og aðeins fjögur steinhús á öllu landinu náðu aftur til miðrar átjándu aldar. Nú umgekkst ég tuttugu og fimm aldir eins og ekkert væri sjálfsagðara.

(38-9)

Fleira eftir sama höfund

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Grænjaxlar

Lesa meira

Hlutirnir

Lesa meira

Splunkunýr dagur

Lesa meira

Kartöflugarður um vetur : ritdómur um Kartöfluprinsessuna

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Dýrðin á ásýnd hlutanna

Lesa meira