Úr Við hinir einkennisklæddu:
Konurnar í hádeginu
Það er hádegi. Ég geng upp Amtmannsstíginn, ég er á leiðinni heim eftir að hafa verið að heiman allan morguninn, og þegar ég beygi inn í Þingholtsstrætið í suðurátt sé ég fimm konur á litla torginu með bekknum, La place des surrealistes, eins og vinur minn kallar það. Þær ýmist sitja eða standa og allar eru þær reykjandi, þær eru með sígarettur sem stingast út í loftið frá vörum þeirra.
Áður en ég hverf inn í Þingholtsstrætið laumast ég til að líta nánar á konurnar og athuga hvort einhver þeirra sé sæt, en ég sé ekki nema neðri hluta andlits þeirra fyrir reyknum sem stígur upp af sígarettunum.
(s. 50)