Beint í efni

Ragnar Jónasson

Æviágrip

Ragnar Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1976. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Reykjavíkur og nam lögfræði við Háskóla Íslands. Með námi starfaði hann við fjölmiðla, meðal annars á Rás 2 og sem fréttamaður hjá fréttastofu sjónvarpsins. Hann starfar nú sem lögfræðingur og kennari í höfundarétti við Háskólann í Reykjavík.

Ragnar hefur þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu Christie á íslensku. Sú fyrsta, Sígaunajörðin (Endless Night) kom út árið 1994. Fyrsta skáldsaga Ragnars, glæpasagan Fölsk nóta, kom út árið 2009. 

Heimasíða Ragnars er www.ragnarjonasson.com.