Út úr mátunarklefanum
Lesa meiraMeð Út úr mátunarklefanum má segja að höfundarnir séu endanlega komnir út úr klefanum, eftir að hafa tekið sér góðan tíma til að velja sér viðeigandi búning.Mátunarklefinn og aðrar myndir
Lesa meira
Sjónvillur og Mátunarklefinn
Smekkleysa sm.ehf. var á sínum tíma stofnað fyrst og fremst utanum plötuútgáfu Sykurmolanna en sýndi hinsvegar fljótlega að þar yrði ekki staðar numið, og fyrir utan að sinna útgáfu á tónlist hljómsveita sem héldu sig frekar nærri jaðrinum réðst fyrirtækið í bókmenntaútgáfu með skáldsögum Jóns Gnarr og Jóhamars seint á níunda áratugnum. Síðan þá hefur bókaútgáfa reyndar ekki verið sérlega áberandi hjá fyrirtækinu, utan listabókar eftir Gabríelu Friðriksdóttur og sýningarskráa utanum dagskrár/sýningar eins og Orðið tónlist og Humar eða frægð.