Beint í efni

Mátunarklefinn og aðrar myndir

Mátunarklefinn og aðrar myndir
Höfundar
Bragi Ólafsson,
 Einar Örn Benediktsson
Útgefandi
Smekkleysa
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Smáprósar

Smáprósar eftir Braga og myndir eftir Einar Örn Benediktsson.

Úr Mátunarklefinn og aðrar myndir

SKULDIR HEIMILANNA

Á meðan móðirin og faðirinn fjarlægðust húsið með barn sitt í vagninum héldu skuldir heimilisins áfram að vaxa. Þær urðu fjögur hundruð krónur, fjögur þúsund krónur, fimm þúsund krónur, átta hundruð og fimmtíu þúsund. Framundan þenna dag var göngutúr í nágrenni tjarnarinnar, innlit í nýlenduvöruverslun í Þingholtunum og tvö samliggjandi orð sem barninu í vagninum tókst að setja saman algerlega óvænt þegar inn á heimilið var komið, eitthvað um að fugl hefði vængi en veiðihár væru það sem greindi köttinn frá öðrum dýrum sem flæktust um götur borgarinnar. Þetta með orðin gerðist, eins og fyrr segir, að lokinni la promenade, eins og faðirinn var vanur að kalla göngutúra fjölskyldunnar.

(28)

Fleira eftir sama höfund

[Þrjú ljóð]

Lesa meira

Dragsúgur

Lesa meira

Við hinir einkennisklæddu

Lesa meira

Hvíldardagar

Lesa meira

Ansjósur

Lesa meira

Nöfnin á útidyrahurðinni

Lesa meira

Ljóð og smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Brushstrokes of Blue: The Young Poets of Iceland

Lesa meira

Isländisches Theater der Gegenwart

Lesa meira