Beint í efni

Elsku barn!

Elsku barn!
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Barnabækur

Brian Pilkington myndskreytti.

úr bókinni

 Hún fer fram í bílasalinn. Hún er ein hjá öllum þessum bílum. Alein. Hvað mundi Ormar segja ef hann sæi hana hér! Hann sem á bara leikfangabíla. Hún á alvörubíla. Alvöru, glansandi slökkviliðsbíla!
 Það er svo gaman að spegla sig í þeim. Að ganga á milli þeirra og koma við þá með útréttum höndum. Það eru allar dyr opnar. Hún veit hvers vegna það er. Pabbi hennar sagði henni að það væri til þess að slökkviliðsmennirnir yrðu fljótari upp í þá þegar kallið kæmi.
 Það væri gaman að sjá þá geysast út alla í einu!
 Nei.
 Þeir geta ekki farið allir í einu. Einhver hlýtur að fara fyrstur. Það hlýtur að vera forystubíll. Annars færi allt í klessu við stóru dyrnar þegar þeir brunuðu út.
 Hún rennir augunum eftir röðinni. Hvaða bíll skyldi vera forystubíllinn?
 Þessi með stigann?
 Nei. Pabbi sagði að hann væri svo gamall. Hann kemst ekki eins hratt og þessir nýju. Forystubíllinn verður að vera fljótastur.
 Þessi stóri þarna með ljósunum á þakinu?
 Hún gengur í kringum hann. Skoðar hann hátt og lágt.
 Já.
 Þetta hlýtur að vera forystubíllinn. Þetta er áreiðanlega bíllinn sem pabbi hennar keyrir. Hann situr við stýrið í þessum bíl í regnkápunni og með hjálminn. Hann keyrir í þessum bíl yfir gatnamótin á rauðu ljósi og hann sprautar á eldinn með slöngunum í þessum bíl.

(s. 43-5)

Fleira eftir sama höfund

Fitubolla

Lesa meira

Greta Garbo fær hlutverk

Lesa meira

Fjórtán ... bráðum fimmtán

Lesa meira

Glámur og Skrámur í sjöunda himni

Lesa meira

Sólarsaga

Lesa meira

Draugaspaug

Lesa meira

Draumaströndin

Lesa meira

Tröll eru bestu skinn

Lesa meira

Töff týpa á föstu

Lesa meira