Æviágrip
Björk Bjarkadóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún útskrifaðist með stúdentspróf af tungumálabraut frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1991, nam við Konst och Hantverksskolan í Gautaborg í skiptinámi árið 1996 og lauk meistaraprófi í Communication visuelle (sem rúmar grafíska hönnun, ljósmyndun og myndskreytingu) frá ESAG Penninghen í París árið 1997.
Björk sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1999, barnabókina Gíri Stýri og skrýtni draumurinn, sem fjallar um gíraffann og strætóbílstjórann Gírmund. Gíri Stýri og veislan fylgdi í kjölfarið árið 2001 og á árunum 2003-11 bættust einar ellefu barnabækur við, þar sem Björk samdi bæði texta og myndir. Þar á meðal er bókin Amma fer í sumarfrí en fyrir hana fékk Björk Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin árið 2006. Sama ár hlaut hún vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi fyrir framlag sitt til barnabókmennta.
Hún hefur einnig myndskreytt fjölda bóka annarra barnabókahöfunda, þar á meðal Skrímslið litla systir mín (2013) eftir Helgu Arnalds og Kroppurinn er kraftaverk (2014) eftir Sigrúnu Daníelsdóttur. Þá hefur hún sýnt málverk, ljósmyndir og myndskreytingar á sýningum á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Ítalíu og Bandaríkjunum, og stýrt vinnustofum í tengslum við útgáfur bóka sinna. Þýðingar á bókum Bjarkar hafa komið út í Noregi, Færeyjum, Austurríki og Egyptalandi.
Björk býr í Osló.
Greinar
Um einstök verk
Amma fer í sumarfrí
Brynja Baldursdóttir: „Súperamma í sumarfríi“ (ritdómur)
Börn og menning 2007, 22. árg., 1. tbl. bls. 21-2.
„Dimmalimm 2006“
Prentarinn 2006, 26. árg., 2. tbl. bls. 4
Mamma er best
Margrét Tryggvadóttir: „Strákar í krísu“
Börn og menning 2006, 21. árg., 1. tbl. bls. 22-5.
Verðlaun
2006 - Dimmalimm - íslensku myndskreytingaverðlaunin: Amma fer í sumarfrí
2006 - Vorvindaviðurkenning IBBY: Fyrir framlag til barnabókmennta.
Din fantastiske krop
Lesa meiraKroppurinn er kraftaverk
Lesa meiraElsku besti pabbi á arabísku
Lesa meiraMamma er best á arabísku
Lesa meiraHåkon den gode: Mellom to kulturer i vikingtiden
Lesa meiraSkrímslið litla systir mín
Lesa meiraFinn spor fra fortida
Lesa meiraKomdu, höldum veislu!
Lesa meiraUlv!
Lesa meira