Beint í efni

Didda

Æviágrip

Didda fæddist á Selfossi 29. nóvember 1964. Eftir tveggja vikna dvöl þar fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp. Hún kannaði fjölmarga grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og lá leið hennar síðan í Fjölbraut Suðurlands á Selfossi og svo í Menntaskólann v/Hamrahlíð. Árin 1987-1989 stundaði Didda nám í Cordwainers Technical College í London og útskrifaðist þaðan með próf í tösku- og veskjagerð og ber að nefna að hún er ein á Íslandi með þetta próf.

Á níunda áratugnum samdi Didda texta fyrir ýmsar hljómsveitir. Frægastur er vafalaust textinn við lagið Ó, Reykjavík, ó, Reykjavík sem hljómsveitin Vonbrigði flutti. Hún hefur einnig komið fram sem söngkona við örfá tækifæri og lék aðalhlutverkið í kvikmynd Sólveigar Anspach, Stormviðri, sem var frumsýnd 2003. Fyrir það hlutverk hlaut Didda Edduverðlaunin sama ár sem leikkona ársins. Fyrsta bók Diddu kom út árið 1995 en það var ljóðabókin Lastafans og lausar skrúfur og næstu ár sendi hún frá sér skáldsögurnar Erta og Gullið í höfðinu.

Didda hefur fengist við margvísleg störf meðfram ritstörfum.