Beint í efni

Elín Edda

Æviágrip

Elín Edda fæddist í Reykjavík þann 7. nóvember árið 1995. Hún er rithöfundur, myndasöguhöfundur og hönnuður. Elín Edda útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og ritlist við Háskóla Íslands í febrúar 2022. Fyrsta myndasaga hennar, Plantan á ganginum (meðhöfundur: Elías Rúni) kom út árið 2014. Myndasögur hennar um Gombra og heim hans hafa vakið athygli : Gombri (2016), Glingurfugl (2018) og Gombri lifir (2019). Fyrsta ljóðabók hennar, Hamingjan leit við og beit mig kom út árið 2016. Gombri var gefinn út á frönsku af Éditions Mécanique Générale í Kanada árið 2019. Árið 2021 kom út samvinnuverkefni þeirra Ingólfs Eiríkssonar, ljóðabókin Klón, með ljóðum eftir Ingólf myndlýstum af Elínu Eddu. Árið 2022 var Elín Edda í þriðja sæti ljóðaverðlaunanna Ljóðstafur Jóns úr Vör.