Beint í efni

Kallinn undir stiganum

Kallinn undir stiganum
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2010
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan eftir sænska höfundinn Marie Hermanson í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar.

Á bókarkápu segir:

Fredrik gengur allt í haginn. Hann er í góðu starfi og kvæntur listakonunni Paulu – dásamlegri konu sem hann tilbiður og furðar sig á að skuli hafa viljað hann. Saman eiga þau tvö börn og eru nýflutt í draumahúsið, gamalt og sjarmerandi hús á fallegum stað utan við Kungsvik.

En svo tekur tilvera þessarar hamingjusömu fjölskyldu að breytast. Dag nokkurn er Fredrik snemma á fótum eftir svefnlitla nótt. Í ganginum mætir hann ókunnum manni, lágvöxnum og ófrýnilegum náunga sem segist búa í kompunni undir stiganum. Maðurinn er ákaflega óskýrmæltur en það fer ekki á milli mála – hann segist eiga heima undir stiganum! Hverju á Fredrik að trúa? Maðurinn verður æ oftar á vegi hans og veröld Fredriks virðist vera að snúast upp í martröð.

Bóksalar í Svíþjóð útnefndu Kallinn undir stiganum bestu skáldsöguna 2005.

Fleira eftir sama höfund

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Veggfóðraður óendanleiki

Lesa meira

Veraldarviska

Lesa meira

Bókaþjófurinn

Lesa meira

Við fótskör meistarans

Lesa meira

Leið pílagrímsins

Lesa meira

Ræflatestamentið

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira