úr bókinni
Ég bið ekki um þakklæti
en vissulega fyllist ég stolti
yfir framlagi mínu til samfélagsins
ég finn til skyldleika með alþýðunni
hef ekkert á móti því að mínar hægðir
blandi geði við vandalausa í holræsum borgarinnar.
Öll erum við Íslendingar.
Við erum eina þjóðin í heiminum sem les Njálu á frummálinu
segir forsetinn.
Sagði forsetinn.
Fyrrverandi.
Við erum eina þjóðin í heiminum
segir forsetinn.
Við erum stolt þjóð.
Við erum dugmikil þjóð.
Við erum menntuð þjóð og stefnum alltaf hærra.
Við þurfum ekki að skeina gamalmenni eins og Taílendingar.
Við þurfum ekki að verka fisk eins og einhverjir Pólverjar.
Við látum ekki kúga okkur.
Við Íslendingar.
(30)