Jump to content
íslenska

Vinur vors og blóma (A Friend to Us and Flowers)

Vinur vors og blóma (A Friend to Us and Flowers)
Author
Anton Helgi Jónsson
Publisher
Iðunn
Place
Reykjavík
Year
1982
Category
Novels

Um bókina

Vinur vors og blóma er fyrst og eina útgefna skáldsaga höfundar. Sagan segir frá ástum og örlögum aðalpersónunnar, honum Magnúsi.

úr bókinni

Okkar maður, Magnús, elskaði frið og spekt og forðaðist vandræði. En lífið var stöðugt í hælunum á honum og því gat hann ekki alltaf slappað af þótt feginn vildi. Eftir orðasennuna við sambýliskonuna varð hann eirðarlaus og leiður, rauk á dyr án þess að kveðja - og fór í bíó.
   Það var auðvitað nóg af spennandi filmum í kvikmyndahúsunum, en Magnús keypti sig bara inn á einhverja sýningu sem byrjaði klukkan tíu og var ekkert að setja fyrir sig þótt hann hefði séð myndina áður. Hann fór oft í bíó ef eitthvað raskaði ró hans, naut þess að hverfa úr líkamanum, gleyma sér og öðlast hlutdeild í atburðarásinni á tjaldinu. Hann fór yfirleitt einn, enda vildi hún aldrei fara neitt, sagðist ekki hafa áhuga, sagðist ekki nenna að kvabba í Villa eða öðrum með pössun - bara til að komast á einhverja ameríska dellu. Stundum var hann staðinn að verki þegar ljósin kviknuðu, það var óþægilegt, en annars var honum sama þótt hann væri einn. Og þegar hann rauk út þarna um kvöldið vildi hann absalútt fá að vera einn. Strax í árekstrinum var hann orðinn annar maður, en það var þó ekki laust við hitt fólkið í salnum truflaði hann. Það át poppkorn og súkkulaði, lét skrjáfa í bréfi og kjaftaði upphátt, gerði yfirleitt allt til að spilla einbeitingu hans. Hann langaði mest til að standa upp og biðja um þögn. Og ég skil hann vel. Það er virðingarleysi og dónaskapur að láta skrjáfa í sælgætisbréfum á kvikmyndasýningum. Það væri ekki liðið annars staðar. Hugsum okkur bara einhvern góðan mann sem væri við guðsþjónustu í Dómkirkjunni og tæku upp á þeim andskota að éta poppkorn einsog hann ætti lífið að leysa. Það myndi einhver segja eitthvað. Nú, en Magnús var enginn nöldrari, hann varð að þola að fólk væri með hávaða í kringum hann. Og hann varð að þola blístrið í fíflunum þegar Fay Dunaway birtist. Hann varð að þola svo margt. En misskiljið mig ekki; hann var ekki sú týpa sem vorkennir sjálfum sér, nei, það fór bara sumt í taugarnar á honum, hann vildi stunum að allt væri öðruvísi, hann fann svo vel hvað hann réð litlu. Það var ókei með Katrínu, þau áttu sínar góðu stundir, en Villi bróðir hennar var oft með leiðinda derring og undirróður, og Magnúsi hafði aldrei litist á að fá hann inn á sig. En hann gat ekki sett sig upp á móti honum vegna Katrínar, hann var þó bróðir hennar og oft kom þeim ágætlega saman, skruppu á billann eða í Höllina ef það var landsleikur, en voru samt ólíkir.
   Það var soldið erfitt að staðsetja þig, sagði Villi einhverju sinni meðan þeir voru enn að kynnast. Ekkert víst að þú kjósir íhaldið, gætir leynt á þér.

(17-18)

More from this author

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð (The Ski Clubs Toothbrush and Other Poems)

Read more

Hálfgerðir englar og allur fjandinn (MORE OR LESS ANGELS AND THE WHOLE DEVIL)

Read more

Ljóðaþýðingar úr belgísku (Poetry Translations from Belgium)

Read more

Ljóð nætur (Poetry Nights)

Read more

Dropi úr síðustu skúr (A Drop from the Last Shower)

Read more

Undir regnboga (Under a Rainbow)

Read more

Hótel Hekla. Leikrit með ljóðum (Hotel Hekla: A Play with Poems)

Read more

Hinn dæmigerði tukthúsmatur (Your Typical Prison Food)

Read more

Frátekna borðið í Lourdes (The Reserved Table in Lourdes)

Read more