Dótarímur
Lesa meiraÞórarinn Eldjárn kveður hér um dót okkar og dótarí allt frá bolta yfir í íslenska tungu og flest þar á milli.Maxímús Músíkus fer á fjöll
Lesa meiraMaxímús Músíkús kætist í kór
Lesa meiraMaxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann
Lesa meiraMaxímús Músíkus bjargar ballettinum
Lesa meiraMaxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina
Lesa meira
Varnarmúr íslenskunnar: Fimmtíu ár með Þórarni Eldjárn
Þórarinn Eldjárn hefur þann sjaldgæfa hæfileika meðal höfunda að geta ort fyrir börn eins og þau séu jafningjar hans. Þetta sést glöggt í nýjustu barnaljóðabók Þórarins, Dótarímum
Maxímús Músíkus fer á fjöll
Maxímús Músíkús fer á fjöll er fimmta bókin í flokknum um hina ómótstæðilegu músíkmús sem elskar tónlist og býr í gömlum kontrabassa í tónlistarhúsinu Hörpu. Fyrr hafa komið út Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann, Maxímús Músíkús kætist í kór og Maxímús Músíkús bjargar ballettinum. En Maxímús er ekki bara sögupersóna í barnabókum – hann er eiginlega sérstakur sendiherra Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpunnar og hefur kynnt hljóðfæri og tónlist fyrir börnum árum saman með góðum árangri.
Af ljóðlist og tónlist í bókum fyrir yngstu lesendurna
Þórarinn og Sigrún Eldjárn hafa unnið saman að gerð fjölda ljóðabóka fyrir börn þar sem ljóð Þórarins og myndir Sigrúnar eru lesin saman og mynda litríka og lifandi heild. Bæði ljóð og myndir lýsa miklu hugmyndaflugi og sköpunargleði og hin nýútkomna Fuglaþrugl og naflakrafl eftir þau systkinin gefur fyrri bókum þeirra ekkert eftir. Ljóðin þar eru af ýmsum toga, mörg hver stuðluð og rímuð, og má meðal annars finna öfugmælavísur, hetjukvæði, dýravísur og orðaleiki. Myndlýsingarnar við ljóðin eru fullar af lífi og fjöri og eru ekki síður hluti af ljóðunum en textinn.
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina
Margmiðlun er orðin að sjálfsögðu fyrirbæri í samtímanum. Nútímamanneskjan er orðin vön því að taka inn upplýsingar á margvíslegan máta, í máli, myndum og hljóði. Það er tímanna tákn að nú er komin þriðja barnabókin sem sameinar þetta þrennt, sögur í ritmáli með myndum og svo geisladisk með upplestri og tónlist. Gælur, fælur og þvælur þeirra systkina Sigrúnar og Þórarins Eldjárns og Vel trúi ég þessu! komu út fyrir jólin og nú hefur Maxímús Músíkús bæst við.