Beint í efni

Fjórtán ... bráðum fimmtán

Fjórtán ... bráðum fimmtán
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Barnabækur

Úr bókinni

 Hann svitnar.
 Þetta var þá satt hjá Lása!
 En hvar er þessi mynd af henni sem hann var að tala um?
 Þarna! Þarna er hún!
 Og hvað stendur undir henni? Jú. Eva Ólafsdóttir, hin efnilega hlaupadrottning frá Akranesi verður meðal keppenda á 17. júní mótinu.
 Hlaupadrottning!
 Hann starir á myndina af henni og les textann sem fylgir henni aftur og aftur, skilur nú af hverju Lási var að tala um hlaupaspíru, lítur upp úr blaðinu, starir upp í bláan himininn gegnum gluggarúðuna, hallar sé upp að veggnum, lygnir aftur augunum, hugsar, gleymir sér, lætur sig dreyma, er allt í einu farinn að hlaupa: Þau hlaupa hlið við hlið á rauðglitrandi asfalti, hann og hlaupadrottningin. Hann er orðinn lafmóður en hún blæs ekki úr nös. Áhorfendur láta sem þeir eigi í henni hvert bein, hún veifar til þeirra og fögnuðurinn gengur í bylgjum um allan völlinn. Þau koma á beinu brautina, lokaspretturinn er framundan og nú kemur það sem allir eru búnir að bíða eftir: hún líður fram úr honum eins og á svifpúða, snýr sér við og veifar til hans; hún veifar til hans og brosir eins og hún eigi ekki von á að sjá hann nokkurn tíma aftur, lyftir sér upp af brautinni og flýgur með silfraða vængi á fótunum; áhorfendur í stúkunni rísa á fætur, allir sem einn, það ætlar allt um koll að keyra af fögnuði, hann situr eftir með sárt ennið, fæturnir eins og blý, hún flýgur á silfruðum vængjum og kemur í mark á algjeru meti; hlammar sér ofan á tímavarðahrúguna, skeiðklukkur fjúka út um allt, tímaverðir eiga fótum fjör að launa, áhorfendur veltast um af hlátri og hún hlær líka og veifar til þeirra, þessi kornunga og bráðefnilega Eva Ólafsdóttir frá Akranesi...
 - Ætlarðu að kaupa blaðið? kallar afgreiðslustúlkan til hans.
 Hann hrekkur út úr þessum draumi, rís á fætur, veiðir peninga upp úr vasanum; kaupir líka kók. Sest aftur á ofninn, heldur áfram að láta sig dreyma.

(s. 37-40)

Fleira eftir sama höfund

Fitubolla

Lesa meira

Greta Garbo fær hlutverk

Lesa meira

Glámur og Skrámur í sjöunda himni

Lesa meira

Sólarsaga

Lesa meira

Draugaspaug

Lesa meira

Draumaströndin

Lesa meira

Tröll eru bestu skinn

Lesa meira

Töff týpa á föstu

Lesa meira

Fimmtudagskvöld

Lesa meira