Beint í efni

Grísafjörður

Grísafjörður
Höfundur
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Tvíburarnir Inga og Baldur eru komnir í sumarfrí. Á dagskránni er að drekka kókómalt, glápa á teiknimyndir og slappa af með tilþrifum. Fyrirætlanir þeirra virðast ætla að fjúka út í veður og vind þegar Albert, nágranni þeirra af efstu hæðinni, birtist óvænt í heimsókn hjá þeim. Honum er augljóslega mikið niðri fyrir. Systkinin hafa enga þolinmæði gagnvart þessari hindrun í vegi þeirra en eftir því sem Albert segir þeim meira frá vandamáli, sem hann stendur frammi fyrir, er forvitni þeirra vakin.

Í þessari bók, sem segir frá ólíklegri vináttu, liggur leiðin allt frá blokkaríbúð í Reykjavík til Ísafjarðar, Alpanna, Guatemala, Glimmerfjalla og síðast en ekki síst – til Grísafjarðar!

Grísafjörður er fyrsta barnabók Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur sem einnig myndlýsir söguna.

Úr bókinni

Veggirnir á stigaganginum frá fyrstu til sjöundu hæðar eru hvítir, það eru engar myndir á veggjunum og snjáð teppið er dökkblátt. Ingu líður eins og hún sé alltaf að klifra upp á sömu hæðina en þegar hún er loksins komin fram hjá sjöundu hæðinni og á leiðinni upp á þá áttundu gerast undur og stórmerki. Það er líkt og hún sé komin í allt annað hús. Í stað bláa slitna gólfteppisins er teppið nú dökkrautt og þykkt með gylltum þráðum. Á gólfinu standa risastórir, koparlitaðir blómapottar fullir af bústnum pottaplöntum og veggirnir eru fóðraðir með skrýtnu veggfóðri með upphleyptu mynstri.

(s. 40-42)

 

grísafjörður 41

Fleira eftir sama höfund

Hulli 1

Lesa meira

Hulli 2

Lesa meira

Áramótaskaup 2019

Lesa meira

Lóaboratoríum

Lesa meira

Why are we still here?

   
Lesa meira

Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós

Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna eru neyðarlegar uppákomur af ýmsu tagi, útlitsgallar, ýktur lífsstíll og margt fleira. Hér er nóg af húmor og næmni fyrir ýmsum kimum mannlífsins.
Lesa meira
mamma kaka

Mamma kaka

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!. .  
Lesa meira
héragerði

Héragerði

Héragerði er sjálfstætt framhald Grísafjarðar sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var valin besta barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.. . Bókinni fylgja alls konar aukahlutir! Kíktu í vasann aftast til að svala forvitninni!. .  
Lesa meira
dæs

Dæs

Árið 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því sem er óþolandi og óbærilegt. Og ekki síst að okkur sjálfum.
Lesa meira