Æviágrip
Gunnar Helgason er fæddur árið 1965 í Reykjavík. Hann er leikari að mennt, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og hefur síðan þá unnið sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur fyrir kvikmyndir, svið og sjónvarp. Gunnar hafði umsjón með Stundinni okkar á Ríkissjónvarpinu árin 1994-6 ásamt Felix Bergssyni og í kjölfarið hafa þeir samið og sent frá sér heilmikið af tónlist fyrir börn og leiknu barnaefni í ýmsum miðlum. Þá hafði Gunnar umsjón með uppsetningum leikrita Latabæjar víðs vegar um heim árin 2008-10.
Gunnar gaf frá sér sína fyrstu barnabók, Goggi og Grjóni, árið 1992. Árið 1995 birtist framhald á ævintýrum þeirra félaga, Goggi og Grjóni: vel í sveit settir. Síðan hefur Gunnar sent frá sér fjölda barnabóka, þar á meðal sögurnar um fótboltastrákinn Jón Jónsson sem hefjast með Víti í Vestmannaeyjum (2011) og Stellubækurnar sem hefjast með Mamma klikk (2015). Gunnar fékk vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi árið 2013 fyrir framlag sitt til barnamenningar og komst á heiðurslista IBBY International fyrir bókina Bannað að eyðileggja árið 2024. Hann hefur margsinnis hlotið eða verið tilnefndur til Bókaverðlauna barnanna. Þá hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Mömmu klikk! árið 2015 og fyrir Bannað að drepa árið 2023, en hann hlaut einnig Storytel verðlaunin 2024 fyrir sömu bók.
Eftir bókinni Víti í vestmannaeyjum hefur bæði verið gerð kvikmynd og leiknir sjónvarpsþættir (2018). Árið 2019 var leikrit byggt á Mamma klikk! sett á svið í Gaflaraleikhúsinu og þar var einnig sett upp leikrit byggt á Drottningin sem kunni allt nema ... árið 2023. Þjóðleikhúsið sýndi svo leikrit byggt á Draumaþjófurinn sama ár.
Frá höfundi
Pistill frá Gunnari Helgasyni
Ég fæddist inn í mjög skemmtilega og hressa fjölskyldu. Mamma var hressasta mamman í blokkinni (Háaleitisbraut 18 – sögusvið Gogga og Grjóna) og þótt víðar væri leitað. Hún var alltaf að láta okkur krakkana gera eitthvað. Safnaðai saman fullt af krökkum og lét okkur fara í leiki eða syngja. Hún spilaði á gítarinn eða píanóið þó hún segðist ekkert kunna á hljóðfæri. Svona nett mamma klikk.
Ég á tvíburabróður, hann Ásmund og tvö eldri systkini, Nínu og Hallgrím. Ég deildi herbergi með Nínu (Ási með Hallgrími) alveg þangað til að hún varð svo unglingaveik að mamma og pabbi ákváðu að við þyrftum stærri íbúð þar sem Nína (og Hallgrímur) fengju sérherbergi. Reyndar svaf amma Malla inni hjá mér þegar hún bjó hjá okkur. Ég hef ekki hugmynd um hvar Nína var á meðan.
Pabbi vann hjá Vegagerðinni við að hanna brýr og seinna sem Vegamálastjóri. Það þýddi að við ferðuðumst mjööög mikið um landið á sumrin og stoppuðum við hverja einustu brú til að kíkja undir hana og athuga ástandið á henni. Við fórum því ekki hratt yfir en þetta þýddi að við Ási fórum að hafa mikinn áhuga á að kasta einhverju út í straumvatn. Það voru steinar á þessum árum en það þróaðist út í flugur. Ég er forfallinn veiðisjúklingur og hef gert tvær myndir um seiði og tvær sjónvarpsséríur með Ása bró. Sú þriðja verður sýnd á RÚV í vor.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa bækur er einföld. Mér finnst ég soldið góður í því og maður á að reyna að að gera það sem maður er góður í.
Ástæðan er hinsvegar flókin líka. Ég ólst upp við það að hámarkið, loka-takmarkið, hápunkturinn og það allra flottasta í lífinu væri að vera listamaður. Málari eða skáld var mest töff. Ég ætlaði aldrei að verða það enda fannst manni listamenn vera galdramenn og álíka líklegt að maður gæti orðið svoleiðis eins og að maður gæti orðið Harry Potter.
Hinsvegar skrifaði ég mína fyrstu bók í 8. bekk. Það er að segja, ég átti að skrifa ritgerð eða sögu og endaði á því að fylla heila stílabók, spjaldanna á milli með sögu um innflytjendur til Ameríku og indjána og vonda karla og það allt. Guðni íslenskukennari var mjög ánægður með afraksturinn og las alla bókin fyrir bekkinn. Það tók heila viku. Mjög erfiða viku fyrir mig en að lestrinum loknum sagði Guðni að ég ætti að gera meira af þessu. Sem ég gerði ekki. Fyrr en í menntaskóla. Þar hitti ég annan kennara sem hvatti mig ákveðið áfram. Það var hann Brynjólfur. Hann gaf mér reyndar bara 6,0 fyrir smásögu sem var hluti af lokaeinkunn sem var alveg glatað því ég hafði skrifað sögur fyrir tvo vini mína sem fengu 8,5 og 9,0 fyrir „sínar“ sögur. Ég fékk að skrifa aðra sögu og fékk 8,5 fyrir hana. Ég hafði ætlað að vera svona rosalega djúpur og gáfaður í fyrstu sögunni minni að það skildi hana ekki nokkur maður „þó að stíllinn væri nokkuð góður“ eins og Brynjólfur sagði.
Ég var hálfbeygður eftir þetta en náði mér á strik mánuði síðar, því á stúdentsprófinu sjálfu fékk ég nokkur söguefni til að skrifa. Ég valdi „glæpur og refsing“ og skrifaði barnasögu. Prófdómararnir gáfu henni 9,5 og það fylgdi með að hún hefði átt að fá 10.0 en það tíðkaðist bara ekki að gefa smásögum 10,0.
Þannig að ég fékk það svona smám saman staðfest að ég gæti skrifað.
Strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum skrifaði ég Gogga og Grjóna. Ég vann sem næturvörður þetta sumar í þjónustuhúsi fyrir aldraða – þar sem amma var – og eftir að hafa farið kaffirúntinn til nokkurra vina minna og fengið pönnukökur hjá ömmu settist ég niður og handskrifaði fyrstu bókina. Hún kom út tveimur árum síðar og fékk afbragðsdóma og seldist bara vel. Svo skrifaði ég aðra bók um þá félaga en varð svo mjög upptekinn af því að vera leikari. Skrifaði reyndar Grýlu en var að öðru leyti mest í því að leika og leikstýra. Það var svo árið 2008 að ég byrjaði að vinna hjá Latabæ (sá um leikritin þeirra, sem eru sýnd út um allan heim) og þá fann ég hvar ég átti heima. Það var í barnaefninu. Barnabókinni. Ég ákvað árið 2010, þegar ég hætti hjá Latabæ að héðan í frá skyldi ég skrifa eina bók á ári fyrir börn.
Það hefur tekist og gengið bara ágætlega.
Gunnar Helgason, nóvember 2016
Greinar
Almenn umfjöllun
Erla Elíasdóttir Völudóttir: Bækur um það sem er bannað“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 2024, 85. árg., 3. tbl. bls. 134-138
Jón Yngvi Jóhannsson: „Þetta á að vera FÓTBOLTABÓK!“
Tímarit Máls og menningar 2015, 76. árg., 4. tbl. bls. 32-44
Sigurður Sigurðsson: „Mamma klikk, Pabbi prófessor og Amma best“
Þroskahjálp 2017, 39. árg., 2. tbl. s. 8-11
Um einstök verk
Barnaræninginn
María Bjarkadóttir: „Barnaræninginn“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Draumaþjófurinn
Silja Aðalsteinsdóttir: „Búum til betri heim“ (leikdómur)
Tímarit Máls og menningar , 6. mars 2023
Gula spjaldið í Gautaborg
Gísli Skúlason: „Fimm í fótbolta?“ (ritdómur)
Börn og menning 2015, 30. árg., 1. tbl. bls. 20-1
María Bjarkadóttir: „Líf eftir fótbolta“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Mamma klikk
María Bjarkadóttir: „Að vera til er hugarástand“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Silja Aðalsteinsdóttir: „Eins og allir aðrir - bara spes“ (leikdómur)
Tímarit Máls og menningar , 20.október 2019
Pabbi prófessor
María Bjarkadóttir: „Jólin eru að koma. Ómægod!“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Rangstæður í Reykjavík
María Bjarkadóttir: „Fjör í fjórðu deild“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Siggi sítróna
María Bjarkadóttir: „Systkini gegnum súrt og sætt“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur sjá hér
Víti í Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á Akureyri
Helga Birgisdóttir: „Spenna, gleði og sorg innan og utan vallar“ (ritdómur)
Spássían 2012, 2. árg., 4. tbl. bls. 18.
Verðlaun
2024 - Storytel verðlaunin: Hanni Granni dansari
2023 - Íslensku bókmennataverðlaunin, flokkur barna- og unglingabóka: Bannað að drepa
2019 - Bókaverðlaun barnanna: Siggi Sítróna
2018 - Bókaverðlaun barnanna: Amma best
2017 – Sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu, í tengslum við afhendingu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar
2017 - Bókaverðlaun barnanna: Pabbi prófessor
2016 - Bókaverðlaun barnanna: Mamma klikk!
2015 - Íslensku bókmenntaverðlaunin, flokkur barna- og unglingabóka: Mamma klikk!
2015 - Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, besta íslenska barnabókin: Mamma klikk!
2014 - Bókaverðlaun barnanna: Rangstæður í Reykjavík
2013 - Bókaverðlaun barnanna: Aukaspyrna á Akureyri
2013 - Vorvindaviðurkenning IBBY á Íslandi, fyrir framlag til barnamenningar
Tilnefningar
2024 - Storie in Cammino: Una mamma svitata (Mamma klikk)
2024 - Bókaverðlaun barnanna: Bannað að drepa
2024 - Bókaverðlaun barnanna: Bella gella krossari
2023 - Astrid Lindgren Memorial Award
2023 - Bókaverðlaun barnanna: Bannað að ljúga
2023 - Bókaverðlaun barnanna: Hanni granni dansari
2023 - Astrid Lindgren Memorial Award
2022 - Bókaverðlaun barnanna: Bannað að eyðileggja
2022 - Bókaverðlaun barnanna: Palli playstation
2022 - Barna- og unglingabókmennaverðlaun Norðurlandaráðs: Bannað að eyðileggja
2022 - Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins: Bannað að eyðileggja
2020 - Bókaverðlaun barnanna: Barist í Barcelona
2020 - Bókaverðlaun barnanna: Draumaþjófurinn
2016 - Barnabókaverðlaunin Vestnorræna ráðsins: Mamma klikk!
Amma slær í gegn
Lesa meiraÁttunda bókin um sjálfhverfa unglinginn Stellu, vini hennar og skrautlega fjölskyldu.LÆK
Lesa meiraNíu smásögur um sæskrímsli, uppvakninga, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetju og allskyns fígúrur sem búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði, sögurnar eru myndlýstar með myndum frá nemendum í hafnfirskum skólum.Bella gella krossari
Lesa meiraEftir ófáar ábendingar krakka um allt land um hvaða persóna ætti að vera í fókus í sjöundu bókinni um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar er nú loksins komið að Bellu gellu krossara.. .Alexander Daníel Hermann Dawidsson : bannað að drepa
Lesa meiraADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA!. .Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að ljúga
Lesa meiraHér er komið framhald af bókinni Bannað að eyðileggja. Til viðbótar við litríka og fjöruga fjölskylduna eiga Alexander og Sóley nú í höggi við harðsvíraðan eineltispúka og alvöru glæpamann! Fyrir utan ADHD-ið, en það er nú bara hjálplegt, til dæmis þegar Alexander þarf að bjarga mannslífum.Hanni granni dansari
Lesa meiraHanni granni dansari er sjötta bókin í sagnaflokknum um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmu best og ömmu Köben, bræðurna Sigga og Palla, og nýfæddu tvíburana, auk vinanna og Þórs sem stundum er kærasti og stundum ekki. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt að segja að níski nágranninn, sem er kominn með annan fótinn inn í fjölskylduna, komi hér rækilega á óvart.Palli playstation
Lesa meiraEftir allt sem gekk á í Mömmu klikk, Pabba prófessor, Ömmu best og Sigga sítrónu heldur þú kannski að allt sé orðið rólegt. En óóóónei! Litlu tvíburakrúttin hafa alveg snúið lífi mínu á hvolf. Og það sem verra er: Palli bróðir er gjörsamlega að klúðra lífi sínu!!! Og auðvitað verð ég að bjarga honum! (Eins gott að Þór er ekki með neitt vesen).. En ómægod, hvar væri þessi klikkaða fjölskylda án mín?Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja
Lesa meiraAlexander Daníel Hermann Dawidsson er með ADHD en það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.Drottningin sem kunni allt nema ...
Lesa meiraBambalína drottning kann allt! Nema kannski eitt. Hvað ætli það sé? Kannski kemur það í ljós daginn sem hún þeysir á hestvagninum sínum til að opna nýja leikskólann (ef hún nær þangað á réttum tíma).
Krókódílar stranglega bannaðir
Lesa meira