Beint í efni

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : bannað að drepa

Alexander Daníel Hermann Dawidsson : bannað að drepa
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Rán Flygering

Um bókina

ADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA!

BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA kom fyrst. BANNAÐ AÐ LJÚGA var næst. Nú kemur: BANNAÐ AÐ DREPA. Og loksins, í þriðju tilraun - er Alexander Daníel Hermann Dawidsson ánægður með lífið.

Úr bókinni

Það þurfti ekki að biðja Sóleyju og Alexander að vera með Vola næstu daga. Þau vildu það. Máney vildi það líka. Hún vildi náttúrulega mest vera með pabba sínum en það var ekki enn komið skipulag fyrir heimsóknir frá honum svo það var ekki hægt. Næstbest fannst henni að fá að vera með stóru krökkunum. Þó að þau væru mest í fótbolta og henni fyndist ekkert gaman að spila fótbolta.
   Á mánudeginum í dymbilvikunni fóru þau bara þrjú saman á sparkvöllinn hjá skólanum. Eða sko, þau ætluðu bara að vera þrjú en Máney kom með svo þau voru fjögur. Hún leiddi Vola og talaði við hann alla leiðina.
   "Ðis is Gerðuberg ... Geeerrrrrðubeeeerrrg! Bókasafn!"
   "Geeerþubeeeerrrg," sagði Vola. "Bokasammdn?"
   "Library," útskýrði Sóley.
   "Bokasammdn!" sagði hann aftur, ákveðinn á svip.
   Ef Vola er góður í fótbolta verður hann örugglega vinur okkar Sóleyjar. Og Boga og Osmans og fer að æfa með okkur. EF hann er lélegur verður svolítið erfitt að vera vinur hans. Oh, Legó-karlinn. Gleymdi honum. Hann á örugglega ekkert dót. Ég á fullt af dóti. Ég verð að muna eftir Legó-karlinum, hugsaði Alexander á leiðinni. Nei! Teslan er þarna! Kasper! Glæpaforinginn, pabbi Kamillu leiðindapúka. Ég vona að ég þurfi ekki að tala við hann aftur. Ætli Guðmundur tali við hann? Það var Kasper að kenna að hann fór í fangelsi. Eða þannig. Samt. Kasper vinnur núna með löggunni. Ætli Guðmundur viti það? Á ég að tala við Vola núna um að missa mömmu sína, ég meina pabba sinn?

(s. 66-67)

 

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira