Beint í efni

Amma slær í gegn

Amma slær í gegn
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Áttunda bókin um sjálfhverfa unglinginn Stellu, vini hennar og skrautlega fjölskyldu. 

Sko... ókei... sko, ég þekki ENGA fjölskyldu sem hefur lent í meira rugli en okkar fjölskylda. EN! Það er ekkert miðað við það sem ég lendi í núna! Listakonan amma Köben slær í gegn og vill fá okkur öll út í heimsókn (það er geggjað), tvíburarnir klifra út um allt og kunna ekki á kopp (ég ætla ekki að kenna þeim það), allt fer í steik hjá elsku bestu Fatímu (ég verð að laga það) og... Bíddu... var ég búin að minnast á danska gaurinn með síða hárið sem er alltaf bara í nærbuxum? Í ELDHÚSINU okkar? Þessi bók ætti í raun að heita: Amma Köben og MESTA RUGL Í HEIMI!

Úr bókinni

„“Uggla!“ sagði Sófý og benti. Ég hrökk við og upp úr dagdraumnum.

„Já, fuglar,“ sagði Siggi

„Fffuddla!“ sagði Stjanni og benti líka.

„Já, þarna er full ugla,“ sagð ég og hló. Það var svo gott að hlæja. Litlu tvíburarnir voru auðvitað ekkert sorgmæddir. Þeir skildu ekki hvað hafði gerst.

„Fffuddla uddla?“ spurði Stjanni undarandi.

„Já, fullt af fuglum,“ sagði Siggi og brosti.

Og þá vorum við komin heim til Fatímu.

„Siggi,“ hvíslað ég áður en við hringdum dyrabjöllunni.

„Já?“

„Þú veist að Fatíma á kærustu sem er trans?“

„Já, Vanessu,“ svaraði Siggi.

„Uss, ekki svona hátt! Fatíma er ekki búin að segja foreldrum sínum frá henni. Hún vill bara taka eitt skref í einu. þannig að ... ekki tala um Vanessu! Ókei?“

„Ókei!“

Fleira eftir sama höfund

Pabbi prófessor

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira

Aukaspyrna á Akureyri

Lesa meira