Beint í efni

Hanna María og villingarnir

Hanna María og villingarnir
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1967
Flokkur
Barnabækur

Úr Hanna María og villingarnir:

 - Jæja, Neró minn, nú verður þú að fara heim til afa og láta hann skilja þetta, sagði Hanna María. Hún hélt um hálsinn á hundinum og horfði í augu hans. Neró hallaði undir flatt og hlustaði vandlega á orð vinstúlku sinnar.
 - Þú verður að fara beint til afa, mundu það!
 - Voff! sagði Neró.
 - Og þú mátt ekki týna klútnum!
 - Voff!
 - Láttu Áka, Benna, Skúla Jón og afa koma alla, mundu það!
 - Voff! sagði Neró og barði niður stóra loðna skottinu.
 Viktoría hafði staðið heldur nærri honum og rak nú upp skaðræðis öskur. 
 Neró sneri sér við og sleikti hendina á stelpunni, eins og vildi hann biðja hana afsökunar, en það var til þess að stelpan var nærri dottin út af steininum, hún var svo óskaplega hrædd við munninn á honum.
 - Láttu Neró hvíla sig vel, áður en hann fer, hvíslaði Viktor. – Hann hlýtur að vera óskaplega þreyttur, auminginn!
 Viktor lá enn alveg hreyfingarlaus án þess svo mikið sem opna augun.
 Neró lá litla stund og blés eins og físibelgur, hann sneri höfðinu fram af steininum, því fyrir langa löngu hafði hann lært, að ekki mátti mása framan í fólk. Síðan stóð hann á fætur, teygði sig og snippaði út í loftið. 
 Hanna María tók um hálsinn á honum, og hann sleikti báðar hendur hennar, en rétti svo hinum framlöppina, hverju fyrir sig. Að því loknu var hann ferðbúinn. Stutta stund stóð hann og horfði ofan yfir steininn, svo hljóp hann.
 Nautin tóku viðbragð, þegar þau sáu hann koma, og hugsuðu honum þegjandi þörfina, en Neró var ekki smeykur. Hann skautst á milli þeirra frár á fæti, og var fyrr en varði horfinn úr augsýn.
 Börnin horfðu á eftir honum, og jafnvel Viktor reis upp við olnboga og fylgdist með ferðum hans, þar til hann hvarf.

(s. 100-101)

Fleira eftir sama höfund

Tobías og Tinna

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira

Tobías trítillinn minn

Lesa meira

Tobías, Tinna og Axel

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Hanna María

Lesa meira

Hanna María

Lesa meira

Hanna María og leyndarmálið

Lesa meira

Hanna María og Viktor verða vinir

Lesa meira