Beint í efni

Héragerði

Héragerði
Höfundur
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Inga tekur fréttunum fagnandi enda sýna útreikningar hennar fram á að amman hlýtur að skulda þeim páskaegg langt aftur í tímann. Baldur er ekki jafnspenntur og kvíðahnútur gerir sig heimakominn í maga hans. Það kemur þó fljótt í ljós að ferðalagið felur í sér alls konar ævintýri; riddara í næsta garði, strætóferð í prumpufýlu, nýja vini og meira að segja nýja fjölskyldumeðlimi. 

Bókinni fylgja alls konar aukahlutir! Kíktu í vasann aftast til að svala forvitninni!

Héragerði er sjálfstætt framhald Grísafjarðar sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var valin besta barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.

Úr bókinni 

Baldur kafar í barnalauginni. Hann syndir eftir botninum og þegar hann kemur að flísalögðum tröppunum ímyndar hann sér að hann hafi fundið týndu eyjuna Atlantis fyrstur manna. Hann þykist lenda í átökum við kolkrabba sem rífur af honum sundgleraugun. Baldur hendir gleraugunum lengst út í laug og stingur sér á eftir þeim. Þegar hann finnur  þau loks og setur á sig, breytist hann í ofurhetju og getur klifrað á veggjum og hann hangir á sundlaugarbakkanum og lætur sig svífa á milli skýjakljúfa.

(s. 27)

úr héragerði

Fleira eftir sama höfund

Hulli 1

Lesa meira

Hulli 2

Lesa meira

Áramótaskaup 2019

Lesa meira

Lóaboratoríum

Lesa meira

Grísafjörður

Grísafjörður er fyrsta barnabók Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur sem einnig myndlýsir söguna.
Lesa meira

Why are we still here?

   
Lesa meira

Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós

Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna eru neyðarlegar uppákomur af ýmsu tagi, útlitsgallar, ýktur lífsstíll og margt fleira. Hér er nóg af húmor og næmni fyrir ýmsum kimum mannlífsins.
Lesa meira
mamma kaka

Mamma kaka

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!. .  
Lesa meira
dæs

Dæs

Árið 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því sem er óþolandi og óbærilegt. Og ekki síst að okkur sjálfum.
Lesa meira