Úr Höfðalag að hraðbraut:
SYSTUR
Vér áttum saman fjöregg
ég og systur mínar.
Vér héldumst í hendur
og skeyttum því ei
að greina sundur mynd vora
í sléttum fleti vatnsins.
En vindáttirnar tóku hug vorn allan
og slóðir vorar greindust
eftir mynztrum firðarinnar.
Ég dvel við dag fyrir löngu.
Vér fléttuðum saman hár vort
við enda regnbogans.
Munum vér systur ná
að mætast framar við vatnið
varpa á milli oss fjöregginu á ný
að mynd vor renni saman í fletinum.
(s. 11-12)