Úr horfnum heimi:
Allir deyja, eru skráðir dauðir og fá leg í kirkjugarði, brenndir sem grafnir. Frumkvæði að dánarfregn kemur í samtímanum frá aðstandendum þannig að til er að menn deyji án þess að samvitund þjóðarinnar í fjölmiðlum fái af því að vita. Dauði flestra er þó tilkynntur með mynd í dánartilkynningu sem greitt er fyrir og blöðin birta ókeypis minningargrein um hinn dauða þar sem ljósmyndin er endurtekin. Þeir sem eru duglegir að fletta blaði allra landsmanna geta verið nokkuð öruggir með að fá að vita þegar fólk sem þeir þekkja deyr, hvar sem er á landinu.
Bls. 137.